Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   fös 25. apríl 2014 22:20
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Engin ástæða til að „blasta" mönnum hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hvíldi marga lykilmenn í kvöld í úrslitum Lengjubikarsins þar sem FH vann 4-1 sigur. Frammistaða Kópavogsliðsins í leiknum segir lítið fyrir komandi Íslandsmót.

Þessi lið mætast í 1. umferð Íslandsmótsin eftir eina og hálfa viku og voru þjálfararnir greinilega með þann leik í huga.

„Það voru smá nudd hér og þar og engir sénsar teknir. Við spiluðum fyrir norðan á mánudag og það sat í mönnum. Það er engin ástæða til að „blasta" leikmönnum hér þegar það eru tíu dagar í Íslandsmót," sagði Ólafur eftir leikinn.

Árni Vilhjálmsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Gíslason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Orri Margeirsson voru meðal manna sem ekkert komu við sögu í leiknum.

„Heilt yfir voru FH-ingar betri í leiknum og úrslitin sanngjörn en 4-1 kannski í stærri kantinum," sagði Ólafur.

Ólafur var spurður að því hvort það hafi haft einhver áhrif á leikmenn að tilkynnt var í vikunni að hann er að fara að taka við Nordsjælland í júní.

„Nei. Ég verð nú með þeim fyrstu sex leikina og þeir þurfa að þola röddina í mér í þeim leikjum."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner