PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
banner
   fös 25. apríl 2014 22:20
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Engin ástæða til að „blasta" mönnum hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hvíldi marga lykilmenn í kvöld í úrslitum Lengjubikarsins þar sem FH vann 4-1 sigur. Frammistaða Kópavogsliðsins í leiknum segir lítið fyrir komandi Íslandsmót.

Þessi lið mætast í 1. umferð Íslandsmótsin eftir eina og hálfa viku og voru þjálfararnir greinilega með þann leik í huga.

„Það voru smá nudd hér og þar og engir sénsar teknir. Við spiluðum fyrir norðan á mánudag og það sat í mönnum. Það er engin ástæða til að „blasta" leikmönnum hér þegar það eru tíu dagar í Íslandsmót," sagði Ólafur eftir leikinn.

Árni Vilhjálmsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Gíslason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Orri Margeirsson voru meðal manna sem ekkert komu við sögu í leiknum.

„Heilt yfir voru FH-ingar betri í leiknum og úrslitin sanngjörn en 4-1 kannski í stærri kantinum," sagði Ólafur.

Ólafur var spurður að því hvort það hafi haft einhver áhrif á leikmenn að tilkynnt var í vikunni að hann er að fara að taka við Nordsjælland í júní.

„Nei. Ég verð nú með þeim fyrstu sex leikina og þeir þurfa að þola röddina í mér í þeim leikjum."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner