Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. maí 2019 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Þróttur V. setti tvö eftir 100. mínútu og vann Vestra
Fjarðabyggð og Völsungur með flotta sigra
Fjarðabyggð og Völsungur unnu sína leiki í dag.
Fjarðabyggð og Völsungur unnu sína leiki í dag.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Pape skoraði fyrir Þrótt Vogum.
Pape skoraði fyrir Þrótt Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur skellti sér upp að hlið Selfossi í 2. deild karla í fótbolta á þessum fallega laugardegi.

Völsungur fékk ÍR í heimsókn og komst yfir með sjálfsmarki ÍR-inga á 34. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik og alveg fram á 80. mínútu en þá komst Völsungur í 2-0 með marki Guðmunds Óla Steingrímssonar af vítapunktinum.

Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur því 2-0 fyrir Völsung sem er með níu stig eins og Selfoss. ÍR er með fjögur stig í tíunda sæti.

Fjarðabyggð, sem var spáð tíunda sæti fyrir mót, gerði sér lítið fyrir og sótti þrjú stig upp á Skaga gegn Kára. Gonzalo Bernaldo Gonzalez og Nikola Kristinn Stojanovic gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðan var 3-0 að honum loknum. Nikola Kristinn skoraði tvennu.

Í seinni hálfleiknum skoraði Pepelu Vidal fjórða mark Fjarðabyggðar áður en Guðfinnur Þór Leósson minnkaði muninn fyrir Kára. Þess má geta að Kári hefði getað jafnað úr vítaspyrnu á 29. mínútu en inn fór boltinn ekki.

Lokatölur 4-1 sigur Fjarðabyggðar og það verður í ferðalaginu heim. Fjarðabyggð er með sex stig og Kári fjögur.

Óvæntur sigur Fjarðabyggðar voru ekki einu óvæntu úrslit dagsins í 2. deildinni því Þróttur Vogum fór á Ísafjörð og vann þar dramatískan 2-0 sigur.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma en undir lok hans meiddist Andri Hrafn Sigurðsson, leikmaður Þróttar, og varð mikil töf á leiknum. Viðbótartíminn var því rúmar 20 mínútur og í honum skoruðu gestirnir tvisvar. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði fyrsta markið á 102. mínútu og á 110. mínútu skoraði Pape Mamadou Faye.

Lokatölur 2-0 sigur Þróttar sem fer upp í áttunda sæti deildarinnar. Fyrsti sigur liðsins í deildinni. Vestri er í sjötta sæti með sex stig.

Vestri 0 - 2 Þróttur V.
0-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('102)
0-2 Pape Mamadou Faye ('110)
Lestu nánar um leikinn

Kári 1 - 4 Fjarðabyggð
0-1 Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('4)
0-1 ('29, misnotuð vítaspyrna hjá Kára)
0-2 Nikola Kristinn Stojanovic ('32)
0-3 Nikola Kristinn Stojanovic ('37)
0-4 Pepelu Vidal ('77)
1-4 Guðfinnur Þór Leósson ('88)

Völsungur 2 - 0 ÍR
1-0 Sjálfsmark ('34)
2-0 Guðmundur Óli Steingrímsson ('80, víti)
Athugasemdir
banner
banner