Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. maí 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Sérstök stund fyrir Cech gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar næstkomandi miðvikudag, þann 29. maí, í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan.

Petr Cech, markvörður Arsenal, mun þá líklega leika sinn síðasta leik fyrir Arsenal. Hann hefur varið mark Arsenal í Evrópudeildinni í vetur og mun líklega fá tækifæri í úrslitaleiknum.

Petr Cech lék með Chelsea áður en hann gekk í raðir Arsenal. Hjá Chelsea vann hann fjöldan allan af titlum og var besti markvörður úrvalsdeildarinnar í ára raðir. Hann kveður Arsenal í sumar og leggur markmannshanskana á hilluna.

Cech tekur við sem yfirmaður íþróttamála hjá Chelsea í sumar.

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Cech hjá Chelsea, var í viðtali við Sky Sports í gær og tjáði hann sig um þennan síðasta leik Cech á ferlinum. Hann segir þetta sérstaka stund fyrir enska knattspyrnu sem og Cech.

„Þetta er leikurinn sem hann hefði viljað spila til að klára ferilinn áður en hann snýr heim til Chelsea," sagði Mourinho.

„Hann myndi elska að hætta með sigri þar sem hann er mikill sigurvergari."
Athugasemdir
banner
banner
banner