mán 25. maí 2020 07:50
Elvar Geir Magnússon
Arsenal í viðræðum um Coutinho
Powerade
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez.
Raul Jimenez.
Mynd: Getty Images
Coutinho, Aubameyang, Higuain, Werner, Jimenez og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Arsenal er að hefja viðræður við umboðsmann Philippe Coutinho (27), leikmanns Barcelona. Brasilíumaðurinn hefur verið á lánssamningi hjá Bayern München en Þýskalandsmeistararnir ætla sér ekki að kaupa hann. (Le10Sport)

Paris St-Germain reynir að ná samkomulagi við Arsenal um kaup á sóknarmanninum Pierre-Emerick Aubameyang (30) fyrir 34 milljónir punda. (Todofichajes)

Gonzalo Higuain (32), sóknarmaður Juventus, gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina en Newcastle og Wolves hafa áhuga. (Express)

Timo Werner (24), sóknarmaður RB Leipzig, hefur oft verið orðaður við Liverpool en Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að það gæti hentað honum betur að fara á Old Trafford þar sem hann væri öruggari um spiltíma. (Star)

Manchester United, Arsenal og Real Madrid hafa áhuga á mexíkóska sóknarmanninum Raul Jimenez (29) hjá Wolves. Hann er metinn á 57 milljónir punda. (Tuttosport)

Juventus vill skáka Real Madrid í baráttunni um Erling Braut Haaland (19) hjá Borussia Dortmund. (Tuttosport)

Barcelona er tilbúið að selja franska sóknarleikmanninn Ousmane Dembele (23) fyrir aðeins 37 milljónir punda. Spænska félagið borgaði 137 millónir punda fyrir Dembele fyrir þremur árum en leikmaðurinn er sífellt á meiðslalistanum. (Mirror)

Michael Brown, fyrrum miðjumaður Sheffield United, ráðleggur vængmanninum Adama Traore (24) að horfa framhjá fréttum af áhuga Liverpool og vera áfram hjá Wolves á næsta tímabili. (Star)

Rabbi Matonde (19), velskur vængmaður Schalke, segist vera algjörlega einbeittur á að spila vel fyrir þýska liðið. Hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner