Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. maí 2022 15:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gefur ekki reynslumikla menn upp á bátinn - „Hafa ekki sagst vera hættir"
Jói og Alfreð
Jói og Alfreð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor
Guðlaugur Victor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður á fréttamannafundi út í eldri leikmenn sem hafa ekki verið með í landsliðsverkefnum og hafa ekki gefið kost á sér að undanförnu.

Hann var spurður hvort það væri ekki komið að þeim tímapunkti að þeir leikmenn væru ekki lengur hluti af liðinu, hvort kominn væri tími á nýtt lið og nýtt upphaf.

Ertu farinn að gefa þessa eldri menn upp á bátinn?

„Nei, ég veit að þetta er kannski þreytandi fyrir ykkur, að ég sé að tala um að þróa nýtt lið og þurfi að gefa ungu strákunum leikina og allt þetta. En ég hef líka alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vil að sjálfsögðu velja eins sterkt lið og mögulegt úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir eru meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sendir, tilkynna mér ekki að þeir séu hættir þá vona ég að sjálfsögðu að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti valið úr öllum af okkar bestu leikmönnum," sagði Arnar.

„Þannig nei, ég er alls ekki búinn að gefa þá upp á bátinn. En ég skil að það er fullt af eldri leikmönnum sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og að það séu mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér."

„Hvort sem menn eru meiddir, á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina. Ég vona að við eigum eftir að sjá marga af þessum eldri leikmönnum aftur og vona að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu leikmönnum."


Enginn sagst vera hættur
Arnar var sérstaklega spurður út í Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Guðlaug Victor Pálsson.

„Það hefur enginn gefið til kynna að þeir séu hættir. Jói er rétt að koma til baka, var rétt byrjaður að æfa úti á velli þegar við áttum okkar samtal."

„Alfreð er kominn aðeins lengra en staðan á honum er í raun nákvæmlega sú sama og í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið - nýbyrjaður að spila. Eins og Alfreð segir þá vill hann ná sér að fullu, vera búinn að ná ákveðið mörgum leikjum áður en hann gefur kost á sér aftur."

„Hin hliðin á peningnum með Alfreð er að hann var að renna út á samning og þá er alltaf, sem leikmaður, spurning hvort að maður taki séns á að fara í landsliðið og mögulega meiðast eða verið heill og geta mætt í læknisskoðun til félaga sem hafa áhuga."

„Þetta er eitthvað sem leikmenn taka ákvörðun um sjálfir. Menn geta líka sagt að þeir ætli að mæta og ætla sér að spila sig inn í einhvern samning. En með meiðslasögu Alfreðs þá skilur maður hann. Vonandi getum við valið hann í næsta glugga."


Hvernig eru samskiptin við Guðlaug Victor?

„Ég talaði við Gulla og staðan á honum er í raun sú og sama og hún var í mars. Gulli fór upp með Schalke í Bundesliguna og er einn af þeim leikmönnum sem er á flottu róli með sínu félagsliði. Það eru persónulegar, fjöskyldulegar ástæður fyrir því að hann er ekki í hópnum," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner