Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 20:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Glæsilegt mark Xhaka tryggði Leverkusen bikarmeistaratitilinn
Mynd: EPA

Kaiserslautern 0 - 1 Leverkusen
0-1 Granit Xhaka ('16 )
Rautt spjald: Odilon Kossounou, Bayer ('44)


Leverkusen er þýskur bikarmeistari eftir sigur á Kaiserslautern í kvöld.

Það var Granit Xhaka sem var hetja liðsins þegar hann skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega stundafjórðung.

Markið var af dýrari gerðinni en hann átti skot af löngu færi og boltinn söng í netinu.

Fílbeinsstrendingurinn Odilon Kossounou fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleik og spilaði því Leverkusen manni færri allan síðasti hálfleikinn en það kom ekki að sök.

Frábæru tímabili hjá Leverkusen lokið þar sem liðið vann alla leiki sína nema úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Atalanta

Sjáðu markið hjá Xhaka hér


Athugasemdir
banner
banner
banner