Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. júní 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Umboðsmaður Lukaku fundaði með Inter
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku gæti verið á förum frá Manchester United og Inter Milan er talinn líklegasti áfangastaður framherjans.

Antonio Conte, nýráðinn þjálfari Inter, er mikill aðdáandi leikmannsins og virðist ætla að gera allt til þess að fá hann í sínar raðir.

Federico Pastorello, umboðsmaður Belgans, hitti í dag stjórnarmenn Inter í höfuðstöðvum félagsins og staðfesti þar að Inter væri áhugasamt um leikmanninn.

„Það er hægt að staðfesta það að Inter hefur áhuga á leikmanninum," sagði Pastorello við blaðamann.

Hann bætti því einnig við að Lukaku hafi tjáð honum hvað hann vildi að yrði næsta skref á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner