Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   þri 25. júní 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Pressa á Foden í leik kvöldsins
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dan Marsh, íþróttafréttamaður Mirror, segir að mikil pressa sé á Phil Foden að spila vel fyrir enska landsliðið í leiknum gegn Slóveníu í kvöld.

„Eftir að hafa lýst upp ensku úrvalsdeildina með Manchester City á síðasta tímabili voru miklar væntingar til Foden fyrir EM. Því miður hefur hann verið nánast ósýnilegur í báðum leikjunum til þessa," segir Marsh.

„Það hefur verið talsverð umræða um hvernig eigi að ná því besta úr Foden og hvar hann ætti að spila í ljósi þess að Jude Bellingham hefur eignað sér 'tíuhlutverkið'. Cesc Fabregas sagði að Foden sjálfur þyrfti einfaldlega að gera betur fyrir enska landsliðið. Sama hver ástæðan er þá þarf England á því að halda hann komist í gang."

„Einhverjir hafa kallað eftir því að fá Anthony Gordon inn í byrjunarliðið en Southgate virðist ætla að halda sig við Foden í leiknum gegn Slóvenum. En Foden gæti dottið út ef hann spilar annan slakan leik."

Úrslitin í gær gerðu það að verkum að Englendingar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum og ef þeir vinna Slóvena í kvöld tryggja þeir sér toppsæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner