sun 25. júlí 2021 12:21
Brynjar Ingi Erluson
Buffon fannst Chiesa ekkert það góður fyrir ári síðan
Federico Chiesa
Federico Chiesa
Mynd: EPA
Gianluigi Buffon, fyrrverandi markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, segir að Federico Chiesa hafi ekki heillað hann neitt sérstaklega þegar hann kom frá Fiorentina fyrir síðustu leiktíð.

Chiesa var einn besti maður ítalska landsliðsins er liðið vann Evrópumótið í sumar en hann er nú einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims.

Stærstu lið Evrópu fylgjast með honum en þegar hann samdi fyrst við Juventus þá var Buffon ekkert alltof viss um hæfileika hans.

„Þegar hann kom til Juventus þá fannst mér hann ekkert það góður ef ég á að vera hreinskilinn. Hann var hins vegar ótrúlegur á EM og það var ómögulegt að stöðva hann gegn Englendingum í úrslitunum," sagði Buffon.

„Eftir að hafa spilað með honum allt tímabilið hjá Juve þá kom þessi frammistaða mér ekki á óvart en það var ekki augljóst að hann myndi spila á svona gæðum á svona stórmóti. Þú þarft að vera sérstakur til að spila svona," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner