Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 25. júlí 2021 22:02
Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs: Gaman að fá það verðlaunað að pressa
Joey Gibbs.
Joey Gibbs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru mikilvæg þrjú stig því við viljum halda okkur frá botnsvæðinu í deildinnni. Góður heimasigur og góð frammistaða á heimavelli," sagði Joey Gibbs framherji Keflavíkur eftir 2 - 0 sigur á Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Vindurinn hefur mikil áhrif á leiki og í fyrri hálfleik lékum við á móti honum. Breiðablik er gott fótboltalið fyrir og því var erfitt fyrir okkur að komast áfram. En það var gott að vera marki yfir í hálfleik," sagði hann.

Gibbs skoraði fyrra mark Keflavíkur í kvöld. Markið skoraði hann í lok fyrri hálfleiksins eftir klaufaskap í vörn Blika þegar Anton Ari Einarsson gaf stutt á Viktor Örn Margeirsson sem gáði ekki að sér og Joey hirti boltann og lagði í markið. En segðu okkur frá markinu?

„Við vorum að reyna að pressa hátt á þá þó við höfum legið til baka á kafla. Það var gaman að fá það verðlaunað að pressa á þá því þegar maður er framherji leggur maður hart að sér og það var gaman að ná marki úr pressunni."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en hann er kominn með átta mörk í sumar og segjst ætla að stefna á gullskóinn.
Athugasemdir
banner