Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   þri 25. júlí 2023 17:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer: Var ekki að búast við því að koma aftur í Val
Kominn aftur til Íslands eftir tvö ár á Ítalíu
Kominn aftur til Íslands eftir tvö ár á Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer á að baki fjóra leiki fyrir U21 landsliðið.
Kristófer á að baki fjóra leiki fyrir U21 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Í leik með Val á undirbúningstímabilinu 2021.
Í leik með Val á undirbúningstímabilinu 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristófer Jónsson lék á sunnudagskvöld sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri Vals gegn Fram.

Kristófer er kominn til baka í Val eftir tveggja ára lán frá Venezia. Hann náði ekki að spila með Val í Bestu deildinni áður en hann fór út á lán. Miðjumaðurinn mætti í heimsókn í gær og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst.

„Tilfinningin var mjög góð, frábært að vera kominn aftur til landsins, að fá að spila og æfa með þessum strákum í Val er bara frábært. Ég er mjög sáttur," sagði Kristófer.

„Ég kom heim í byrjun júní, fór í landsliðsferðina með U21 og eftir það er ég búinn að æfa með Val."

„Það eru smá viðbrigði að koma aftur til íslands, en maður hefur vanist þessu fljótt. Í seinni hálfleiknum gegn Fram vorum við smá að ströggla, ekki alveg nógu góð frammistaða en náðum svo sem að klára þetta, kannski ekki fallegustu þrjú stigin en þrjú stig voru þetta."


Bjóstu við því í vetur að þú værir að koma til Vals í sumar?

„Nei, ég var ekkert endilega að búast við því, vissi að það var alveg möguleiki. Eftir áramót var umræða hvort ég myndi vera úti eða hvort ég kæmi heim. Svo varð það þannig að ég kom heim í sumar og núna er ég hér."

Ætlar að sýna að hann eigi heima í liðinu
Fyrra árið af lánssamningnum var Venezia með forkaupsrétt á Kristófer en nýtti hann ekki. Enginn slíkur réttur var seinna árið en félagið gat þó boðið í leikmann. Niðurstaðan var að hann fór aftur í Val. Í vetur heyrðist af því að Venezia hafi boðið í Kristófe en að Valur hafi hafnað því tilboði, það hefur þó ekki verið staðfest.

Í Val er hörð samkeppni, sérstaklega um mínútur á miðsvæðinu. Hlynur Freyr Karlsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Aron Jóhannsson hafa byrjað flesta leiki en þeir Haukur Páll Sigurðsson, Birkir Heimisson og Orri Hrafn Kjartansson eru einnig kostir á miðsvæðið.

„Það eru frábærir leikmenn í öllum stöðum og það verður mjög erfitt að komast inn í liðið. En ég er tilbúinn að takast á við það. Það er klárlega markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Ég ætla koma inn og standa mig, sýna að ég eigi heima í liðinu."

Voru einhver vonbrigði að vera kominn heim frá Ítalíu?

„Nei, ekki þannig, ég vildi vera úti en ég veit að ef ég kem hingað heim og stend mig vel, þá er alltaf möguleiki að fara aftur út. Það er bara markmiðið núna."

Er mikill munur að æfa með aðalliði Venezia á Ítalíu og svo með Val?

„Nei, ég myndi ekki segja það, það er enginn rosa munur. Það eru ákveðnir hlutir, þarna úti eru menn 'full on' atvinnumenn, en ég myndi ekki segja að það sé einhver rosalegur munur. Það er mjög hátt 'level' sem við erum með í Vals liðinu."

Tæknilega góður miðjumaður
Hverjir eru helstu styrkleikar Kristófers?

„Ég er tæknilega góður leikmaður sem skilur leikinn vel og er ekkert að flækja hlutina. Ég er með mikla hlaupagetu og heilt yfir fínn miðjumaður, skila mínu. Ég get leyst hægri vængbakvörðinn og hef spilað eitthvað aðeins á kantinum, en ég hef mest spilað á miðjunni; djúpur, í áttunni og framarlega."

Markmiðið að fara aftur út
Kristófer var spurður hvort að það hefði verið eitthvað annað félag sem hefði sýnt sér áhuga?

„Nei, ekkert sem ég veit af allavega."

„Það er klárt mál að markmiðið er að komast aftur út, en ég er líka bara sáttur að vera hérna, tilbúinn að taka slaginn og klára þetta tímabil almennilega,"
sagði Kristófer.

Í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum efst ræðir Kristófer nánar um tímann í Venezia.
Athugasemdir
banner