Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 16:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Selfoss upp í 3. sætið - Toppliðin unnu
KR gerði góða ferð til Keflavíkur
Katrín hetja KR í Keflavík.
Katrín hetja KR í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag en fyrr í dag var tilkynnt um að leik ÍBV og HK/Víkings hafi verið frestað.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp bæði mörk Blika í 2-0 heimasigri Breiðabliks gegn grönnum sínum í Stjörnunni. Fyrra markið skoraði Agla María Albertsdóttir og það seinna gerði Alexandra Jóhannsdóttir.

Í Árbænum tók Fylkir á móti toppliði Vals. Valur fór illa með heimakonur, 1-5 útisigur staðreynd. Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir með tvö mörk hvor og Elísa Viðarsdóttir skoraði eitt. Marija Radojicic gerði einar mark Fylkis.

Í Keflavík var Katrín Ómarsdóttir hetja KR-kvenna því hún gerði sigurmark liðsins þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Grace Maher gerði fyrra mark KR og Amelía Rún Fjeldsted gerði mark Keflavík í 1-2 sigri KR.

Þá mættust Þór/KA og nýkrýndir bikarmeistarar Selfoss í leik þar sem barist var um þriðja sæti deildarinnar. Grace Rapp og Magdalena Anna Reimus komu Selfyssingum yfir og Sandra Mayor minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Arna Sif Ásgrímsdóttir komst næst því að jafna leikin fyrir Þór/KA en tókst það ekki og því er Selfoss komið í 3. sæti deildarinnar.

Breiðablik 2-0 Stjarnan
1-0 Agla María Albertsdóttir ('20)
2-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('60)
Lestu um leikinn.

Fylkir 1 - 5 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('26)
0-2 Hlín Eiríksdóttir ('31)
0-3 Elín Metta Jensen ('38)
0-4 Elísa Viðarsdóttir ('62)
0-5 Hlín Eiríksdóttir ('69)
1-5 Marija Radojicic ('70)
Lestu um leikinn.

Keflavík 1 - 2 KR
0-1 Grace Maher ('8)
1-1 Amelía Rún Fjeldsted ('34)
1-2 Katrín Ómarsdóttir ('78)
Lestu um leikinn.

Þór/KA 1 - 2 Selfoss
0-1 Grace Rapp ('30)
0-2 Magdalena Anna Reimus ('44)
1-2 Sandra Mayor ('75)
Lestu um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner