Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
banner
   sun 25. ágúst 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Erfitt án Messi og Suarez
Önnur umferð spænska tímabilsins er hálfnuð og eru fjórir leikir á dagskrá í dag.

Alaves tekur á móti Espanyol á sama tíma og Mallorca mætir Real Sociedad. Heimaliðin unnu í fyrstu umferð og geta því komið sér í sex stig með sigri.

Leganes tekur svo á móti Atletico Madrid sem er án Antoine Griezmann, Rodri og Lucas Hernandez eftir sumarið.

Lokaleikur dagsins er jafnframt stærsti leikurinn. Spánarmeistarar Barcelona taka þar á móti Real Betis og þurfa sigur eftir óvænt tap gegn Athletic Bilbao um síðustu helgi.

Lionel Messi var ekki með í fyrstu umferð vegna meiðsla á kálfa og ætti ekki að vera með í dag heldur. Ousmane Dembele og Luis Suarez eru einnig frá vegna meiðsla og Börsungar því ansi fáliðaðir í sóknarlínunni.

Leikir dagsins:
15:00 Alaves - Espanyol
15:00 Mallorca - Real Sociedad
17:00 Leganes - Atletico Madrid
19:00 Barcelona - Real Betis (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 19 7 8 4 25 20 +5 29
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner
banner