Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Sandhausen sigraði Heidenheim - Rúrik hvergi sjáanlegur
Mynd: Getty Images
Heidenheim 0 - 2 Sandhausen
0-1 Philipp Forster ('59, víti)
0-2 Kevin Behrens ('63)

Sandhausen, lið Rúriks Gísaslonar, heimsótti í dag Heidenheim í 2. Bundesliga í þýska boltanum. Staðan var 0-0 í hálfleik en Sandhausen kláraði leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum.

Þetta var annar sigur liðsins í deildinni og liðið hefur tapað einum og gert eitt jafntefli í fyrstu fjórum umferðunum. Sigurinn færði liðið upp í 4. sæti deildarinnar.

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi liðsins í leiknum í dag. Hann var tekinn af velli þegar skammt var eftir í sigurleiknum gegn Nurnberg um síðustu helgi en fyrir það hafði hann spilað 90 mínútur í þremur leikjum í röð.

Guðlaugur Victor Pálsson leikur með Darmstadt í sömu deild. Darmstadt gerði 0-0 jafntefli við Dynamo Dresden á föstudag. Victor lék allan leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner