Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 13:04
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Wissa áfram utan hóps
Wissa vill fara frá Brentford
Wissa vill fara frá Brentford
Mynd: EPA
Jhon Arias byrjar gegn Bournemouth
Jhon Arias byrjar gegn Bournemouth
Mynd: EPA
Þrír leikir hefjast í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag.

Bournemouth tekur á móti Wolves á Vitality-leikvanginum í Bournemouth.

Heimamenn eru með óbreytt lið frá 4-2 tapinu gegn Liverpool á meðan Wolves gerir eina breytingu frá 4-0 tapinu gegn Manchester City.

Jhon Arias byrja sinn fyrsta deildarleik en hann kemur inn fyrir Andre.

Bournemouth: Petrovic, Smith, Diakite, Senesi, Truffert, Adams, Semenyo, Scott, Tavernier, Brooks, Evanilson

Wolves: Jose Sa, Doherty, Agbadou, Toti Gomes, Hoever, Bellegarde, Joao Gomes, Moller Wolfe, Munetsi, Strand Larsen, Arias

Yoane Wissa er ekki í hópnum hjá Brentford sem mætir Aston Villa í Lundúnum.

Hann er að reyna koma sér frá félaginu, en Newcastle hefur þegar lagt fram tvö tilboð í leikmanninn. Það má væntanlega gera ráð fyrir frekari fréttum um framtíð hans eftir helgi.

Brentford: Kelleher, Kayode, van den Berg, Collins, Lewis-Potter, Yarmoliuk, Henderson, Ouattara, Damsgaard, Schade, Thiago

Aston VIlla: Martínez, Cash, Mings, Torres, Digne, Onana, Kamara, McGinn, Tielemans, Rogers, Watkins.

Nýliðar Burnley mæta Sunderland á Turf Moor. Scott Parker gerir tvær breytingar á liði heimamanna en þeir Jacob Bruun Larsen og Lesley Oguchukwu koma inn í liðið fyrir Oliver Sonne og Josh Laurent sem taka sér sæti á bekknum.

Marokkómaðurinn Omar Alderete, sem kom til Sunderland frá Getafe í byrjun mánaðarins kemur inn fyrir Jenson Seelt. Það er eina breyting gestanna.

Burnley: Dúbravka, Walker, Ekdal, Esteve, Hartman, Mejbri, Ugochukwu, Cullen, Anthony, Bruun Larsen, Foster

Sunderland: Roefs, Hume, Ballard, Alderete, Reinildo, Diarra Mouhamadou, Xhaka, Sadiki, Talbi, Mayenda, Adingra
Athugasemdir
banner