Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 15:36
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Quansah skoraði í fyrsta leik og fagnaði að hætti Jota - Fullt af frábærum mörkum
Can Yilmaz átti stórleik með Frankfurt
Can Yilmaz átti stórleik með Frankfurt
Mynd: EPA
Ansah skoraði bæði mörk Union
Ansah skoraði bæði mörk Union
Mynd: EPA
Quansah skoraði í fyrsta leik og fagnaði að hætti Jota
Quansah skoraði í fyrsta leik og fagnaði að hætti Jota
Mynd: EPA
Fyrsta umferð þýsku deildarinnar hélt áfram að bjóða upp á fullt af flottum mörkum og rífandi spennu.

Erik ten Hag og lærisveinar hans í Bayer Leverkusen töpuðu óvænt fyrir Hoffenheim, 2-1, á heimavelli.

Leverkusen sótti varnarmanninn Jarell Quansah frá Liverpool í sumar og skoraði hann strax í fyrsta leik með skalla eftir aukaspyrnu Alex Grimaldo frá hægri.

Quansah fagnaði að hætti fyrrum liðsfélaga síns, Diogo Jota, sem lét lífið í hræðilegu bílslysi í síðasta mánuði.

Gleðin varði ekki lengi því Fisnik Asllani jafnaði metin með skoti upp við nærstöng áður en Tim Lemperle gerði sigurmarkið snemma í síðari hálfleiknum.

Eintracht hamraði Werder Bremen, 4-1, á heimavelli sínum í Frankfurt.

Can Yilmaz Uzun opnaði sýninguna með stórbrotnu marki fyrir utan teig og þá gerði Jean-Matteo Bahoya annað markið þremur mínútum síðar.

Uzun lagði það upp og hann lagði síðan upp annað mark fyrir Bahoya í byrjun síðari hálfleiks. Justin Njinmah minnkaði muninn mínútu síðar áður en Ansgar Knauff gulltryggði Frankfurt sigurinn.

Augsburg sótti 3-1 sigur gegn Freiburg. Grikkinn Dimitrios Giannoulis skoraði með skoti sem fór af varnarmanni og í netið.

Undir lok hálfleiksins skoruðu gestirnir tvö mörk til viðbótar þökk sé þeim Chrislain Matsima og Marius Wolf.

Vincenzo Grifo skoraði sárabótarmark fyrir Freiburg úr vítaspyrnu þegar hálftími var eftir en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 3-1 gestunum í vil.

Wolfsburg lagði Heidenheim að velli, 3-1. Andreas Skov Olsen og Mattias Svanberg skoruðu fyrir Wolfsburg á svipuðum tíma sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Mohamed Amoura tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu.

Union frá Berlín vann Stuttgart, 2-1. Hinn tvítugi Ilyas Ansah skoraði bæði mörk heimamanna. Fyrra markið algerlega geggjað, rétt fyrir utan í stöng og inn.

Eina mark Stuttgart var líklega flottasta mark umferðarinnar er Tiago Tomas lyfti boltanum með hælnum í stöng og inn eftir fyrirgjöf Chris Fuhrich.

Nick Woltemade, einn eftirsóttasti framherji Evrópu, kom boltanum í netið seint í uppbótartíma, en hann var rétt fyrir innan og réttilega dæmdur rangstæður.



Úrslit og markaskorarar:

Bayer 1 - 2 Hoffenheim
1-0 Jarell Quansah ('6 )
1-1 Fisnik Asllani ('25 )
1-2 Tim Lemperle ('52 )

Freiburg 1 - 3 Augsburg
0-1 Dimitrios Giannoulis ('32 )
0-2 Chrislain Matsima ('42 )
0-3 Marius Wolf ('45 )
1-3 Vincenzo Grifo ('58 , víti)

Heidenheim 1 - 3 Wolfsburg
0-1 Andreas Skov Olsen ('20 )
1-1 Leo Scienza ('29 )
1-2 Mattias Svanberg ('66 )
1-3 Mohamed Amoura ('87 , víti)

Eintracht Frankfurt 4 - 1 Werder
1-0 Can Uzun ('22 )
2-0 Jean Matteo Bahoya ('25 )
3-0 Jean Matteo Bahoya ('47 )
3-1 Justin Njinmah ('48 )
4-1 Ansgar Knauff ('70 )

Union Berlin 2 - 1 Stuttgart
1-0 Ilyas Ansah ('18 )
2-0 Ilyas Ansah ('45 )
2-1 Tiago Tomas ('86 )


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 1 1 0 0 6 0 +6 3
2 Eintracht Frankfurt 1 1 0 0 4 1 +3 3
3 Augsburg 1 1 0 0 3 1 +2 3
4 Wolfsburg 1 1 0 0 3 1 +2 3
5 Hoffenheim 1 1 0 0 2 1 +1 3
6 Union Berlin 1 1 0 0 2 1 +1 3
7 Dortmund 1 0 1 0 3 3 0 1
8 St. Pauli 1 0 1 0 3 3 0 1
9 Gladbach 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Hamburger 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Köln 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mainz 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Leverkusen 1 0 0 1 1 2 -1 0
14 Stuttgart 1 0 0 1 1 2 -1 0
15 Freiburg 1 0 0 1 1 3 -2 0
16 Heidenheim 1 0 0 1 1 3 -2 0
17 Werder 1 0 0 1 1 4 -3 0
18 RB Leipzig 1 0 0 1 0 6 -6 0
Athugasemdir
banner
banner