Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 12:44
Brynjar Ingi Erluson
Eze búinn í læknisskoðun hjá Arsenal
Mynd: EPA
Enski sóknartengiliðurinn Eberechi Eze færist nær því að ganga í raðir Arsenal frá Crystal Palace en hann stóðst læknisskoðun í dag og á því aðeins eftir að ganga frá smáatriðum.

Arsenal náði samkomulagi við Crystal Palace um kaup á Eze á miðvikudag.

Kaupverðið nemur um 67,5 milljónum punda og hefur Eze þegar samið við Arsenal um kaup og kjör.

Hann stóðst læknisskoðun hjá Arsenal í dag og mun í kjölfarið skrifa undir langtímasamning við félagið.

Eze, sem er 27 ára gamall, heldur aftur í heimahagana en hann lék með unglingaliðum Arsenal frá 2006 til 2011 áður en félagið ákvað að láta hann fara.

Englendingurinn hefur verið með skemmtilegu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár og varð þá bikarmeistari með Palace í vor.

Hann á 11 A-landsleiki og 2 mörk með Englandi.
Athugasemdir