Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
banner
   lau 23. ágúst 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Birta skrifaði undir nýjan samning á afmælisdaginn
Kvenaboltinn
Birta Georgs verður áfram í Blikatreyjunni
Birta Georgs verður áfram í Blikatreyjunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markavélin Birta Georgsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks, en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.

Birta, sem fagnar 23 ára afmæli sínu í dag, hefur verið sjóðandi heit með Blikum á tímabilinu.

Hún er með 10 mörk í Bestu deildinni og skoraði þrjú mörk í Mjólkurbikarnum, þar á meðal eitt í úrslitaleiknum gegn FH er Blikar urðu bikarmeistarar í fjórtánda sinn.

Birta gekk til liðs við Breiðablik frá FH árið 2021 og gert 30 mörk í 90 leikjum á þessum fjórum árum í Bestu deildinni.

Frábærar fréttir fyrir Blika sem stefna nú að því að vinna Bestu deildina annað árið í röð en liðið er með átta stiga forystu þegar þrjár umferðir eru eftir af hefðbundinni tveggja umferða deild.




Athugasemdir
banner