Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 14:20
Brynjar Ingi Erluson
Valgeir lagði upp annan leikinn í röð - Hólmbert spilaði í tapi
Valgeir Lunddal lagði upp fyrir Fortuna
Valgeir Lunddal lagði upp fyrir Fortuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson lagði upp mark annan leikinn í röð er Fortuna Düsseldorf vann Paderborn, 2-1, í þýsku B-deildinni í dag.

Fjölnismaðurinn kom ekkert við sögu í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar hjá Fortuna, en fékk traustið eftir að hafa lagt upp mark í bikarsigri gegn Schweinfurt á dögunum.

Hann nýtti það og lagði upp fyrra mark Fortuna gegn Paderborn í deildinni í dag.

Fyrsti sigur Fortuna í deildinni á þessu tímabili en liðið er nú með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Lyngby sem gerði markalaust jafntefli við Horsens í dönsku B-deildinni. Lyngby er í 5. sæti með 11 stig.

Ari Leifsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason voru báðir ónotaðir varamenn hjá Kolding sem tapaði fyrir B93, 1-0. Kolding er í öðru sæti með 13 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn af bekknum hjá Gwangju í 1-0 tapi gegn Gangwon í úrvalsdeildinni í Suður-Kóreu í hádeginu. Gwangju er í 6. sæti með 35 stig.

Lúkas Petersson stóð á milli stanganna hjá varaliði Hoffenheim sem sigraði Cottbus, 4-0, í C-deildinni í Þýskalandi. Hoffenheim byrjar vel en liðið er á toppnum með 7 stig eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner
banner