Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
banner
   lau 23. ágúst 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Cucurella búinn að skrifa undir nýjan samning við Chelsea
Mynd: EPA
Spænski bakvörðurinn Marc Cucurella staðfesti í viðtali við spænska fjölmiðla að hann væri búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea.

Cucurella hefur spilað stórt og mikilvægt hlutverk í liði Chelsea síðan hann kom frá Brighton fyrir þremur árum.

Þessi 27 ára gamli vinstri bakvörður hefur verið í viðræðum við Chelsea um nýjan samning og hefur hann nú staðfest að allt sé klappað og klárt.

„Já, það er klárt. Við erum búin að ganga frá þessum málum,“ sagði Cucurella.

„Ég er ótrúlega ánægður. Þetta félag sýndi mér traustið og er ég ánægður að vera hér. Vonandi mun ég eiga frábært ár,“ sagði hann enn fremur.

Cucurella var frábær er Chelsea vann HM félagsliða í sumar og Sambandsdeild Evrópu í vor.
Athugasemdir
banner