Arsenal tekur á móti Leeds United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 á Emirates-leikvanginum í dag.
Það eru tvær breytingar gerðar á Arsenal-liðinu frá 1-0 sigrinum á Manchester United.
Noni Madueke byrjar sinn fyrsta deildarleik með Arsenal, en hann kemur inn fyrir Gabriel Martinelli. Jurrien Timber kemur þá inn fyrir Ben White í hægri bakvörðinn.
Daniel Farke gerir eina breytingu frá 1-0 sigri nýliðanna á Everton, en Ethan Ampadu, fyrirliði liðsins, er ekki með í dag og kemur búlgarski miðjumaðurinn Ilia Gruev inn í hans stað.
Arsenal: Raya; Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori; Zubimendi, Rice, Ødegaard; Saka, Madueke; Gyökeres.
Leeds: Perri; Bogle, Gudmundsson, Struijk, Rodon, Gruev, Stach, Tanaka, James, Gnoto, Piroe.
Athugasemdir