Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 14:43
Brynjar Ingi Erluson
Enn einn bikarinn rann úr greipum Ronaldo
Mynd: EPA
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo missti af enn einum titlinum í dag er Al Nassr tapaði fyrir Al Ahli eftir vítakeppni í Hong Kong.

Ronaldo virðist ekki ætla að ná í titil með Al Nassr, en hann hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Ofurbikarsins með marki gegn erkifjendum þeirra í Al Ittihad.

Hann hélt áfram á sömu braut í dag. Ronaldo kom Al Nassr yfir með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu áður en Franck Kessie jafnaði metin skömmu fyrir hálfleik.

Marcelo Brozovic skoraði aftur fyrir Al Nassr á 82. mínútu en aftur jöfnuðu Al Ahli-menn með marki brasilíska varnarmannsins Roger Ibanez.

Staðan jöfn þegar flautað var til leiksloka og þurfti vítakeppni til að finna sigurvegara.

Ronaldo skoraði úr sínu víti og það gerðu þeir Joao Felix og Brozovic einnig, en heimamaðurinn Abdullah Al Khaibari klúðraði sínu á meðan Al Ahli skoraði úr öllum sínum.

Enn einn titillinn sem rennur úr greipum Ronaldo á meðan Al Ahli var að vinna annan titil sinn á árinu.

Ronaldo getur mögulega huggað sig við það að hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora 100 mörk eða meira fyrir fjögur félög og landslið, en hann vildi eflaust frekar sækja bikar með félagsliði sínu.


Athugasemdir
banner