Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 09:17
Magnús Már Einarsson
Telles og Man Utd ósátt við verðmiða Porto
Mynd: Getty Images
Alex Telles, vinstri bakvörður Porto, telur að 18,3 milljóna punda verðmiði félagsins á sér sé óraunhæfur. The Guardian segr frá.

Hinn 27 ára gamli Telles er á óskalista Manchester United og leikmaðurinn vill ganga í raðir félagsins.

Félagaskiptaglugginn lokar 5. október og samningaviðræður gætu dregist þangað til undir lok gluggans.

Telles verður samningslaus næsta sumar og Telles og Manchester United telja því að verðmiðinn eigi að vera nær tólf milljónum punda.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill fá sókndjarfan bakvörð til að berjast við Luke Shaw og Brandon Williams. Telles skoraði ellefu mörk og lagði upp átta í Portúgal á síðasta tímabili e n mörg markanna komu þó úr vítaspyrnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner