Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. september 2021 12:30
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Ben spáir í titilbaráttuna
Eiður Ben Eiríksson
Eiður Ben Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í dag þegar lokaumferð deildarinnar fer fram en allir leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma og hefjast klukkan 14. Mesta athygli fá leikir Breiðaliks gegn HK og Víkinga gegn Leikni sem munu ráða því hvort liðið verður Íslandsmeistari en Víkingar eru með pálmann í höndunum fyrir þessa lokaumferð með eins stigs forskot á Blika. Fótbolti.net fékk Eið Ben Eiríksson annan af þjálfurum Íslandsmeistaraliðs Vals í kvennflokki til að spá fyrir um leiki toppliðana í dag og það er óhætt að segja að Eiður hafi ekki sparað sig í spá sinni. Gefum Eiði orðið.

„Bæði lið hafa verið frábær í sumar og magnaðar 90 mín af fótbolta framundan. Ég spái að þetta verði frábær skemmtun. Ætli þetta verði ekki svona sirka.“

Kópavogur 15 mín:„HK ingar komast yfir með nokkuð óvæntu marki frá Ásgeiri Berki, skot af 30 metrunum, sláin stöngin inn.“
Víkin:„ Á sama tíma fagnar öll stúkan í Víkinni og í kjölfarið eiga Leiknismenn hörku færi þar sem Daniel Finns á skot í stöng.“

Kópavogur 20 mín: „ Guðmundur Þór Júlíusson skallar boltann í eigið net og allt verður vitlaust á vellinum.“
Víkin á sama tíma:„Kristall Máni sólar einn og sólar tvo, gefur á Atla Barkar sem á fyrirgjöf í innkast.“

Kópavogur 40 mín: „Guðmundur Þór Júlíusson bætir fyrir mistökin og skorar eftir fast leikatriði og staðan 2-1 fyrir HK.“
Á sama tíma í Víkinni: „Pablo á skot framhjá.“

Kópavogur 70 mín: „Búið að liggja mikið á HK ingum en óvæntur Birkir Valur brunar upp kantinn og sendir fyrir þar sem enginn er mættur í teiginn en því miður fyrir Anton Ara þá misreiknar hann flugið á boltanum og boltinn endar í netinu 3-1 fyrir HK.“
Á sama tíma í Víkinni: „Siggi Höskulds gerir tvöfalda skiptingu.“

Kópavogur 80 mín: „Andri Yeoman kemst einn í gegn, Arnar brýtur á honum og Blikar fá víti. Árni skorar örugglega á punktinum 3-2 fyrir HK.“
Á sama tíma í Víkinni: „Arnar Gunnlaugs gerir skiptingu og setur Helga Guðjóns inná.“

Kópavogur 88 mín: „Viktor Karl jafnar fyrir Blika, ekki viss hvernig.“
Á sama tíma í Víkinni: „Leiknir fær horn sem ekkert verður úr.“

Kópavogur 92 mín: „Blikar liggja í sókn sem endar með færi, Jason Daði á skot í stöng.“
Víkin á sama tíma: „Kristall Máni sendir boltann fyrir á Erling sem slæsar boltann í hendurnar á Guy Smit.
Ekkert verður meira skorað í leikjunum og fara báðir jafntefli, Víkingar fagna sigri og Blikar sitja eftir með silfur að þessu sinni.“


Reynist Eiður sannspár? Vertu með okkur í dag en allir leikirnir eru í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net auk þess sem útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður í loftinu á milli 12 og 16 þar sem Elvar Geir, Benedikt Bóas og Rafn Markús spá í spilin og fylgjast með leikjunum.

Beinar textalýsingar
Víkingur - Leiknir
Breiðablik - HK
Keflavík - ÍA
KA - FH
Stjarnan - KR
Fylkir - Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner