Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. september 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Maldini skoraði fyrir Milan - Pabbinn klappaði í stúkunni
Daniele Maldini.
Daniele Maldini.
Mynd: Getty Images
Núna hafa þrjár kynslóðir af Maldini-mönnum byrjað leiki fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni.

Daniele Maldini, sem er sonur Paolo Maldini, byrjaði í dag sinn fyrsta leik fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði í leiknum, í 1-2 sigri gegn Spezia. Pabbi hans var í stúkunni og fagnaði.

Það var Brahim Diaz sem skoraði sigurmark Milan í leiknum á 86. mínútu. Milan er á toppnum í deildinni með 16 stig eftir sex leiki.

Nágrannar AC Milan í Inter gerðu 2-2 jafntefli við Atalanta í dag. Federico Dimarco fékk tækifæri til að skora sigurmarkið fyrir Inter af vítapunktinum í lokin en honum tókst ekki að nýta spyrnuna.

Genoa og Hellas Verona gerðu þá 3-3 jafntefli í frábærum leik þar sem Verona komst í 0-2, Genoa komst svo í 3-2 og Nikola Kalinic jafnaði í blálokin.

Genoa 3 - 3 Verona
0-1 Giovanni Simeone ('8 )
0-2 Antonin Barak ('49 , víti)
1-2 Domenico Criscito ('77 , víti)
2-2 Mattia Destro ('80 )
3-2 Mattia Destro ('85 )
3-3 Nikola Kalinic ('90 )

Inter 2 - 2 Atalanta
1-0 Lautaro Martinez ('5 )
1-1 Ruslan Malinovskiy ('30 )
1-2 Rafael Toloi ('38 )
2-2 Edin Dzeko ('71 )
2-2 Federico Dimarco ('86 , Misnotað víti)

Spezia 1 - 2 Milan
0-1 Daniel Maldini ('48 )
1-1 Daniele Verde ('80 )
1-2 Brahim Diaz ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner