Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 25. september 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Oblak orðaður við Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
Powerade
Jan Oblak.
Jan Oblak.
Mynd: Getty Images
Adam Wharton.
Adam Wharton.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Oblak, Thiago, Guimaraes, Mbappe, Diomande, Januzaj og fleiri í slúðurpakkanum á mánudegi.

Manchester United gæti reynt að fá slóvenska markvörðinn Jan Oblak (30) frá Atletico Madrid ef félagið ákveður að sparka Andre Onana (27) eftir slaka byrjun hans á Old Trafford. (Fichajes)

Everton og Manchester United eru meðal félaga sem fylgjast með þróun Adam Wharton (19) miðjumanni Blackburn. (Alan Nixon)

Liverpool væri tilbúið í að samþykkja stórt tilboð í spænska miðjumanninn Thiago Alcantara (32) í janúarglugganum. (Football Insider)

Hinir sextán ára gömlu miðjumenn Ethan Nwaneri og Myles Lewis-Skelly eru líklegir til að brjóta sér leið inn í aðallið Arsenal á næstu tveimur árum. (Express)

Liverpool hefur enn áhuga á Bruno Guimaraes (25) miðjumanni Newcastle. Brasilíumaðurinn hefur þó gert munnlegt samkomulag um nýjan samning við Newcastle. (Fabrizio Romano)

Ekki er útilokað að Sjeik Jassim bin Hamad al Thani geri sjöttu tilraunina til að kaupa Manchester United úr höndum Glazer fjölskyldunnar. (Express)

Staða stjórans Paul Heckingbottom (46) sem stjóri Sheffield United er örugg þrátt fyrir 8-0 skellinn gegn Newcastle. (TalkSport)

Paris St-Germain hefur ekki verið í neinum leynilegum viðræðum við Kylian Mbappe (24) um hans framtíð og engir fundir eru planaðir þrátt fyrir að samningur franska sóknarmannsins renni út á næsta ári. Real Madrid hefur lengi haft áhuga. (Le Parisien)

Fílabeinsstrendingurinn Ousmane Diomande (19) er ánægður hjá Sporting Lissabon þrátt fyrir áhuga Arsenal og Manchester City á varnarmanninum. (O Bola)

Arsenal segist ætla að halda áfram að reyna að fá Diomande sem er með 70 milljóna punda riftunarákvæði. (Express)

Everton ætlar að endurnýja áhuga sinn á belgíska miðjumanninum Adnan Januzaj (27) í janúar. Sevilla er tilbúið að selja hann til Everton eftir áramót. (Fichajes)

Enski varnarmaðurinn Fikayo Tomori (25) hjá AC Milan hafnaði því að fara til Paris St-Germain í sumar. (Calciomercato)

Aston Villa er áfram í viðræðum við Ollie Watkins (27) um nýjan samning. (Express & Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner