Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   mán 25. september 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal mun ekki taka aftur við félagsliði
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal var á dögunum orðaður við þjálfarastarfið hjá þýska landsliðinu en Julian Nagelsmann var ráðinn.


Van Gaal hefur verið án starfs síðan hann sagði upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari Hollands en liðið náði góðum árangri undir hans stjórn. Hann hætti eftir 20 leiki í röð án taps, en liðið datt út í 8-liða úrslitum HM í Katar eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu.

Þetta var í þriðja sinn sem Van Gaal stýrði hollenska landsliðinu en hann hefur áður verið við stjórnvölinn hjá Ajax, Barcelona, FC Bayern, Manchester United og AZ Alkmaar.

Hann var spurður á dögunum hvort hann hefði áhuga á að taka aftur við félagsliði en Van Gaal svaraði því neitandi, enda er hann að glíma við krabbamein í blöðruhálskirtli.

„Það er ekki möguleiki fyrir mig að taka aftur við félagsliði," sagði Van Gaal í viðtali við NOS. Hann er þó tilbúinn til að taka við landsliði ef rétt tækifæri býðst.

Van Gaal er 72 ára gamall og vonast til að taka við allavega einu landsliði áður en hann hættir endanlega störfum sem fótoltaþjálfari á hæsta stigi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner