Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. október 2020 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aftur luktar dyr á Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalski boltinn verður aftur leikinn fyrir luktum dyrum þar sem seinni bylgja Covid faraldursins fer versnandi og hafa rúmlega 15 þúsund manns smitast á hverjum degi síðustu fjóra daga.

Serie A var með 1000 manna fjöldatakmörkun á leikjum en frá og með næstu helgi munu engir áhorfendur vera leyfðir. Sama á við í öðrum deildum ítalska boltans en hætt hefur verið keppni í utandeildum.

Ítalska ríkisstjórnin kynnti hertar reglur í gær og eru íbúar landsins í raun komnir aftur í einangrun, ekki ósvipað því sem gerðist þegar Covid-19 skall fyrst á í mars.

Í dag eru fimm leikir á dagskrá í ítalska boltanum. Cagliari vann Crotone fyrr í dag og eru tveir leikir í gangi þessa stundina. Benevento er að spila við Napoli og Parma á heimaleik gegn Spezia.
Athugasemdir
banner
banner
banner