Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. október 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
AZ gerði fimmta jafnteflið í fimm leikjum - Missir alltaf forystuna
Mynd: Heimasíða AZ
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar og skoraði fyrsta markið í 2-2 jafntefli gegn ADO Den Haag í hollensku deildinni í dag. AZ komst tvisvar yfir í leiknum og kom seinna jöfnunarmark Den Haag ekki fyrr en á 87. mínútu.

Þetta var fimmta jafntefli AZ í röð en aðeins fimm leikir eru búnir af nýju tímabili í Hollandi. Liðið er því með fimm stig eftir fimm umferðir.

Það vekur athygli að AZ hefur verið með forystuna í öllum jafnteflisleikjunum nema einum, 1-1 gegn PEC Zwolle í fyrstu umferð.

Síðan þá hefur AZ misst tveggja marka forystu niður í tvígang auk þess að missa niður fjögurra marka forystu gegn Sparta Rotterdam. Þá hafa öll jöfnunarmörkin komið á 87. mínútu eða seinna.

Það vekur einnig athygli að AZ hefur misst mann af velli í þremur af fimm deildarleikjum tímabilsins.

AZ er talið eitt af bestu liðum hollenska boltans og var í harðri titilbaráttu við Ajax þegar hætt var við tímabilið í vor vegna Covid faraldursins.

AZ heimsótti sterkt lið Napoli í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og vann 0-1 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner