Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. október 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Vildi að ég vissi hvað á sér stað í höfði Morelos
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Rangers hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Steven Gerrard en kólumbíski sóknarmaðurinn Alfredo Morelos hefur ekki skorað í síðustu sex leikjum liðsins.

Morelos hefur verið stjörnuleikmaður Rangers undanfarin ár og var hann eftirsóttur af Lille í sumar. Áhuginn frá Lille hafði áhrif á Morelos sem vildi yfirgefa Rangers til að taka nýrri áskorun í franska boltanum.

Morelos er duglegur að krækja sér í spjöld og hefur hann fengið dæmd á sig sex rauð spjöld á rúmum þremur árum í skosku deildinni.

„Ég veit ekki hvað gerist í hausnum á honum, ég vildi óska þess að ég vissi hvað gengi þar á," sagði Gerrard um Morelos, sem er á bekknum í heimaleik gegn Livingston sem er í gangi í þessa stundina. Staðan er 2-0 eftir tæpar 20 mínútur, Joe Aribo og Jermain Defoe með mörkin.

„Ég veit að þið dæmið Alfredo útfrá markafjölda og það er í góðu en ég dæmi hann útfrá því sem hann gefur liðinu, bæði með og án boltans. Auðvitað er mikilvægt að skora mörk og það er stór partur af starfi hans en þó hann skori ekki mark þá getur hann samt gert góða hluti fyrir liðið.

„Liðið er að spila vel og Alfredo er að leggja sitt af mörkum þó hann sé ekki búinn að skora í síðustu leikjum. Það er undir honum komið að byrja að skora aftur því liðsfélagarnir hafa verið að gefa honum frábæra bolta í góðum færum. Ég hef ekki áhyggjur af þjónustunni sem hann fær, hann þarf bara að setja hausinn niður og halda áfram að standa sig vel. Mörkin munu koma."


Morelos er kominn með þrjú mörk í níu deildarleikjum á tímabilinu en hann er kominn með aukna samkeppni um byrjunarliðssæti eftir komu Kemar Roofe til félagsins í sumar.

Rangers hefur verið að gera frábæra hluti og er á góðri leið með að enda langvarandi einokun Celtic á Skotlandsmeistaratitlinum eftir 0-2 sigur í innbyrðisviðureign liðanna fyrr í október. Með sigri í dag nær Rangers sex stiga forystu á Celtic, sem ætti þó leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner