Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. október 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að gera eins og hin tvö liðin, og gott betur en það
Icelandair
Ísland vann frábæran sigur gegn Tékklandi síðasta föstudagskvöld.
Ísland vann frábæran sigur gegn Tékklandi síðasta föstudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum allar mjög góðar og allar heilar eftir síðasta leik. Við vorum mjög sáttar með leikinn, að skora fjögur mörk og halda hreinu," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji íslenska landsliðsins, á fréttamannafundi í gær.

Hún var þar að tala um sigurinn gegn Tékklandi síðastliðið föstudagskvöld. Ísland vann mjög góðan 4-0 sigur.

Íslenska liðið er komið á blað í riðlinum eftir tvo leiki. Stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum gegn Hollandi, 0-2, en bættu upp fyrir það með þessum flotta sigri í kvöld.

Búist er við því að Ísland og Tékkland verði í baráttunni um annað sætið í riðlinum og þess vegna var þetta lykilleikur. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint á HM og liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil.

Á morgun er leikur við Kýpur og getur Ísland með sigri þar komið sér upp fyrir Tékkland í öðru sæti riðilsins.

Þetta ætti að vera skyldusigur fyrir Ísland. Kýpur hefur spilað þrjá leiki í riðlinum til þessa og tapað þeim öllum. Þær töpuðu 1-4 gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik og hafa svo tapað síðustu tveimur leikjum sínum - gegn Tékklandi og Hollandi - með sömu markatölu: 8-0. Liðið er án stiga með markatöluna 1-20 eftir þrjá leiki.

„Við ætlum að sækja vel á þær og skora eins mikið og við getum. Við ætlum auðvitað líka að verjast, en planið er að sækja vel á þær og skerpa aðeins á sóknarleiknum."

Sveindís var spurð að því hvort þetta væri ekki leikur til að laga markatöluna aðeins.

„Við ætlum að gera eins og hin tvö liðin sem hafa skorað átta mörk á þær, eða fleiri bara. Þetta er akkúrat leikur þar sem við viljum koma markatölunni aðeins upp," sagði Sveindís.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner