Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. október 2021 11:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aftur vann Milner með fimm mörkum á Old Trafford
James Milner
James Milner
Mynd: EPA
James Milner tók þátt í 0-5 sigri Liverpool á Manchester United í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Milner er í liði sem vinnur United með fimm mörkum.

Árið 2011 var Milner í byrjunarliði Manchester City sem vann 1-6 sigur gegn United og lagði upp tvö af mörkum City liðsins í þeim leik.

Í gær lék hann fyrstu 27 mínúturnar en þurfti að fara af velli í stöðunni 0-2 vegna meiðsla.

Milner hefur einnig lent í því að tapa s með fimm mörkum því árið 2004 var hann í liði Leeds sem steinlá 5-0 gegn Arsenal á Highbury.

Milner er 35 ára gamall miðjumaður sem hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2015.
Athugasemdir
banner
banner