Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. október 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgað sig fyrir Atla að vera svampur - Mikill áhugi á honum
Atli Barkarson átti gott tímabil með Víkingum.
Atli Barkarson átti gott tímabil með Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Gunnlaugsson formaður meistaraflokksráðs Víkings, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Þar sagði hann frá því að Atli Barkarson, vinstri bakvörður Víkinga, væri að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku.

Atli varð tvöfaldur meistari með Víkingi í sumar og er hluti af U21 árs landsliði Íslands.

„Atli var frábær. Hann tók fyrsta tímabilið í að læra og hlustaði rosalega mikið á Kára og Sölva. Kári hefur sagt það við mig að hann sé sá leikmaður sem er mesti svampur sem hann hefur kynnst. Hann segir alltaf 'já' þegar Kári segir honum eitthvað; hann lærir og hann gerir það," sagði Heimir.

„Það er að skila árangri. Ég held að það séu engar líkur á því að Atli verði leikmaður Víkings eftir áramót."

Heimir var spurður hvort það væri rétt að hann væri á leið til Noregs, í félagslið þar.

„Það er ekki komið neitt tilboð frá Noregi, en það er komin fyrirspurn frá Norðurlöndum. Það er fleiri en eitt félag á eftir honum. Það er bara spurning hvert þeirra lætur til skarar skríða."

Atli er tvítugur vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Völsungi og var í nokkur ár á mála hjá Norwich. Árið 2019 lék hann um skeið með Fredrikstad í Noregi.
Útvarpsþátturinn - Bak við tjöldin hjá meisturunum og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner