Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. nóvember 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bakslag í meiðsli Pedri - Frá út árið
Mynd: Getty Images
Ein helsta vonarstjarna Barcelona og spænska landsliðsins, Pedri, hefur verið að að berjast við meiðsli síðustu tvo mánuði.

Hann var byrjaður að æfa fyrir landsleikjahléið og vonir voru bundar við að hann myndi geta tekið þátt í grannaslagnum gegn Espanyol um síðustu helgi.

Hann var hinsvegar ekki með og nú er komið í ljós að það hefur komið smá bakslag og hann mun ekki geta spilað meira á þessu ári.

Það hefur verið nóg að gera hjá þessum unga leikmanni sem var valinn besti ungi leikmaður ársins á þessu ári en hann lék á EM og síðan á Ólympíuleikunum með spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner