Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 25. nóvember 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Eitt ár frá andláti Maradona
Það er eitt ár síðan Diego Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar, lést vegna hjartabilunar. Það eru enn mörgum spurningum ósvarað varðandi andlát hans.

Maradona vara jarðaður í Jardines de Bella Vista kirkjugarðinum rétt fyrir utan Buenos Aires í Argentínu þar sem þúsundir söfnuðust saman á götum úti til að minnast hetju sinnar.

Enn eru ýmsar kenningar um andlát hans og deilt um hvort hann hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Maradona verður alltaf goðsögn í Napoli þar sem hann hjálpaði Napoli að vinna tvo ítalska meistaratitla, bikarmeistaratitil og Evrópukeppni félagsliða.

Maradona varð heimsmeistari með Argentínu 1986. Hann var fyrirliði liðsins, skoraði fimm mörk í keppninni og af þeim eru tvö af frægustu mörkum sögunnar.

En ferill Maradona var einnig fullur af umdeildum atvikum en hann var háður eiturlyfjum.

Eftir ferilinn fór hann í þjálfun og stýrði argentínska landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á HM 2010. Síðast stýrði hann Gimnasia í heimalandi sínu.

Nokkrum dögum eftir andlát Maradona í fyrra var fjallað um hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net en með því að smella hérna má hlusta á þá umræðu. Orri Páll Ormarsson blaðamaður og rithöfundur mætti í þáttinn.
Athugasemdir
banner
banner