Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 25. nóvember 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Sheffield United rekur Jokanovic eftir sex mánuði í starfi
Sheffield United situr í 16. sæti Championship-deildarinnar og hefur ákveðið að reka Slavisa Jokanovic.

Jokanovic, sem er fyrrum stjóri Fulham og Watford, tók við stjórnartaumunum í Sheffield í sumar.

Hann fékk það verkefni að endursmíða liðið eftir að það féll úr úrvalsdeildinni undir stjórn Chris Wilder.

Jokanovic er 53 ára Serbi og var fyrsti erlendi stjórinn til að stýra Sheffield United. Stuðningsmenn vonuðust til að hann væri rétti maðurinn til að stýra liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.

Paul Heckingbottom var ráðinn bráðabirgðastjóri Sheffield þegar Wilder var rekinn og er búist við því að hann fari aftur í það hlutverk nú þegar Jokanovic hefur verið rekinn.

Guardian segir að hinn reynslumikli Neil Warnock gæti verið ráðinn nýr stjóri Sheffield United en hann er 72 ára og stýrði liðinu áður 1999-2007.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Preston NE 14 7 4 3 19 13 +6 25
5 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
6 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 Wrexham 14 4 6 4 19 19 0 18
15 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
16 QPR 14 5 3 6 17 23 -6 18
17 Swansea 14 4 5 5 14 15 -1 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Southampton 14 3 6 5 15 20 -5 15
20 Portsmouth 14 3 5 6 10 17 -7 14
21 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
22 Norwich 14 2 3 9 13 21 -8 9
23 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
24 Sheff Wed 14 1 5 8 11 26 -15 -4
Athugasemdir