Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 25. nóvember 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chalobah skrifar undir nýjan fimm og hálfs árs samning við Chelsea
Mynd: EPA
Enski miðvörðurinn Trevoh Chalobah hefur skrifað undir nýjan samning við Chelsea og gildir hann fram á sumarið 2028.

Chelsea er svo með möguleika á því að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.

Trevoh er yngri bróðir Nathaniel sem leikur með Fulham í dag en lék á sínum tíma tíu deildarleiki með Chelsea.

Trevoh spilar oftast hægra megin í þriggja manna miðvarðakerfi hjá Chelsea. Hann er 23 ára gamall og á að baki 43 leiki með liðinu síðasta eitt og hálfa árið. Í leikjunum 43 hefur hann skorað fjögur mörk.

Á sínum tíma lék hann þrjá leiki fyrir U21 landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner