Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
banner
   þri 26. janúar 2016 15:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kristján Guðmunds: Samskiptamiðlar og fjölmiðlar hamast
Pressan á knattspyrnustjóra aldrei meiri
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Það virðist kominn einhver eineltis-kúltúr í gang gagnvart knattspyrnustjórum og þjálfurum um allan heim. Mér leiðist að nota orðið einelti en stjórinn er kominn í mikinn fókus og það virðist eingöngu stjóranum að kenna hvernig gengið er. Auðvitað ber hann ábyrgð en það er svo margt annað í þessu," segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis og varaformaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.

Kristján var í spjalli við Tómas Þór og Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag þar sem rætt var um breytt umhverfi knattspyrnustjóra og þjálfara. Starfstími knattspyrnustjóra hjá hverju félagi í ensku úrvalsdeildinni og víðar er sífellt að verða styttri.

Talið er að breytingar á fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðlavæðingin hafi þarna mikið að segja og auðveldara að skapa pressu en áður.

„Twitter er til margs nýtilegt, til góðra og slæmra verka. Það eru ansi margir sem telja að þeir hafi þann rétt að segja hvað sem er um hvern sem er þarna, vera með dylgjur án rökstuðnings. Þegar hamrað er á hlutum stanslaust, einhverju sem er kannski ekki fótur fyrir, þá vindur þetta upp á sig. Bullið er það oft endurtekið að þú ferð að taka því eins og það sé rétt," segir Kristján.

„Þetta helst í hendur við peningana í boltanum. Sky tók yfir enska boltann og í kjölfarið breyttist fréttamennskan. Æsifréttamennskan jókst til að reyna að selja hlutinn."

Kveikjan að umræðunni var áhugaverður pistill sem Kristján deildi á Twitter á dögunum.

Þar er því meðal annars velt upp hvort Sir Alex Ferguson hefði verið rekinn frá United áður en titlrarnir hrönnuðust inn ef umhverfið hefði verið það sama.

„Það er mjög góð spurning að velta því fyrir sér hvort hann hefði „lifað" þetta af? Hann var búinn að vera í þrjú ár án þess að vinna neitt. Allir þessir samskiptamiðlar, ummælakerfi og fjölmiðlarnir sem hamast á mönnum í dag," segir Kristján en umræðuna má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner