Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   mið 26. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Heiðdís komin með leikheimild með Benfica
Kvenaboltinn
Heiðdís getur spilað með Benfica á laugardag
Heiðdís getur spilað með Benfica á laugardag
Mynd: Benfica
Heiðdís Lillýardóttir er komin með leikheimild með portúgalska stórliðinu Benfica tæpum mánuði frá því hún samdi við félagið.

Heiðdís kom til Benfica á láni frá Breiðabliki undir lok síðasta árs en hefur ekki mátt spila með liðinu þar sem það tók óralangan tíma að fá leikheimild.

Það er nú klappað og klárt og getur hún spilað næsta deildarleik liðsins gegn Maritimo á laugardag.

Heiðdís hefur síðustu fimm tímabil verið í lykilhlutverki í liði Breiðabliks en þar áður spilaði hún með Selfossi og Hetti á Egilsstöðum.

Hún á þá 19 landsleiki og 2 mörk fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner