Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mið 26. janúar 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Oliver Kahn: Niklas Sule yfirgefur Bayern í sumar
Sule er stór og stæðilegur.
Sule er stór og stæðilegur.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Niklas Sule mun yfirgefa Bayern München á frjálsri sölu í lok tímabils en Oliver Kahn, framkvæmdastjóri þýska félagsins, hefur staðfest þetta.

Bæjarar reyndu að fá Sule til að skrifa undir nýjan samning en nú er ljóst að svo verður ekki.

„Viðræður voru langar og erfiðar. Við gerðum honum tilboð en Sule hafnaði því. Við vitum að Niklas vill yfirgefa félagið eftir tímabilið," segir Kahn.

Sule hefur verið orðaður við Chelsea, Barcelona og fleiri félög.

Þessi 26 ára miðvörður kom til Bayern frá Hoffenheim 2017 og hefur fjórum sinnum orðið þýskur meistari. Þá hefur hann í tvígang unnið þýska bikarinn og Meistaradeildina einu sinni.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner