Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. janúar 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sóknarmenn Chelsea sagðir óánægðir
Lukaku og Tuchel.
Lukaku og Tuchel.
Mynd: EPA
Sigur Chelsea gegn Tottenham á sunnudag var aðeins annar sigur liðsins í átta úrvalsdeildarleikjum. Samkvæmt The Athletic eru sóknarmenn liðsins ekki sáttir við stjórann Thomas Tuchel.

Allir þekkja vandræðin kringum Romelu Lukaku en miðað við fréttir eru fleiri sóknarleikmenn óánægðir.

Því er haldið fram að framkoma Tuchel í garð sóknarmanna, þar á meðal stöðugar athugasemdir frá hliðarlínunni og grimm orð þegar menn gera mistök, fari illa í leikmenn.

Tuchel hefur ekki farið leynt með það þegar hann er pirraður og hefur gert margar breytingar á sóknarlínu sinni.

Christian Pulisic og Callum Hudson-Odoi hafa báðir verið notaðir sem vængbakverðir og Hakim Ziyech hefur ekki fundið stöðugleika á tímabilinu. Hann hefur verið inn og út úr liðinu.

Timo Werner hefur ekki náð að standa undir væntingum síðan hann var keyptur frá RB Lepzig. Hann og Kai Havertz voru keyptir fyrir háar fjárhæðir en hafa aðeins byrjað einn leik saman, 3-2 sigurinn gegn Leeds í desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner