Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   sun 26. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reykjavíkurmót kvenna: Þróttur burstaði Fjölni
Þróttur R. 7 - 0 Fjölnir
1-0 Þórdís Nanna Ágústsdóttir ('2 )
2-0 Unnur Dóra Bergsdóttir ('13 )
3-0 Brynja Rán Knudsen ('17 )
4-0 Þórdís Nanna Ágústsdóttir ('22 )
5-0 Mist Funadóttir ('25 )
6-0 Brynja Rán Knudsen ('45 )
7-0 Sæunn Björnsdóttir ('87 )

Keppni í B-riðli Reykjavíkurmóts kvenna lauk í gær með leik Þróttar og Fjölnis.

Þróttur rúllaði yfir Fjölni en liðið gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en þá var staðan orðin 6-0. Þórdís Nanna Ágústsdóttir og Brynja Rán Knudsen gerðu sitthvora tvennuna.

Úrslitin í riðlinum voru ráðin fyrir leikinn því Víkingur fer í úrslit en það kemur í ljós í dag hvort það verði Valur eða Stjarnan/Álftanes sem mætir Víkingi.
Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner