Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. febrúar 2020 15:56
Elvar Geir Magnússon
Ögmundur framlengir við Larissa (Staðfest)
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson skrifaði í dag undir nýjan samning við AE Larissa í Grikklandi. Nýr samningur er út næsta tímabil, til sumarsins 2021.

Ögmundur hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í grísku deildinni en hann gekk í raðir Larissa í fyrra. Hann var útnefndur leikmaður ársins hjá félaginu og var fyrr í dag valinn í úrvalslið umferðarinnar í fjórða sinn á tímabilinu.

Ögmundur var orðaður við AEK í Aþenu, PAOK og fleiri félög.

AE Larissa er í 11. sæti í grísku úrvalsdeildarinnar af 14 liðum eft­ir 25 um­ferðir.

Íslendingavaktin greindi frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner