Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. febrúar 2021 20:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Ágúst kom við sögu - Elías Rafn sneri til baka
Mynd: Getty Images
Tvö Íslendingalið voru að ljúka leikjum sínum í Danmörku. Annars vegar var það Horsens í Superliga og hins vegar Fredericia í B-deildinni.

Horsens heimsótti Vejle i kvöld og enduðu leikar 0-0. Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á sem varamaður á 84. mínútu. Vejle skoraði eitt mark í leiknum en það var dæmt af vegna rangstöðu með VAR myndbandsdómgæslunni.

Horsens er í 11. sæti, því næstneðsta þegar átjánda umferðin er nýhafinn.

Í mark Fredericia var aftur kominn Elías Rafn Ólafsson en hann hafði verið fjarri góðu gamni vegna höfuðhöggs. Fredericia heimsótti Helsingor og lágu gestirnir með einu marki gegn engu.

Þetta var þriðja tap Fredericia í röð, liðið er í 6. sæti þegar nítjánda umferðin er nýhafin.
Athugasemdir
banner
banner
banner