Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dier um Tuchel: Þetta eru vonbrigði
Mynd: Getty Images
Eric Dier, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, var vonsvikinn að heyra það að Thomas Tuchel væri á förum frá félaginu eftir tímabilið.

Tímabilið hjá Bayern hefur verið eitt það slakasta í mörg ár, en liðið er nú átta stigum frá toppliði Bayer Leverkusen, er úr leik í bikar og gæti verið á leið úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tuchel tilkynnti á dögunum að hann myndi hætta eftir tímabilið en þær fréttir komu Dier á óvart. Þýski þjálfarinn fékk Dier frá Tottenham í janúarglugganum.

„Þetta eru vonbrigði. Hann fékk mig hingað og við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Dier eftir 2-1 sigur liðsins á Leipzig.

„Burt séð frá því þá er þetta synd því hann er ótrúlega góður þjálfari. Við sem lið höfum ekki gert nóg á síðustu vikum og úrslitin ljúga ekki. Núna verðum við að klára tímabilið eins vel og möguleiki er á,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner