Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Grealish þarf að bæta sig
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Pep Guardiola er ekki sérlega sáttur með framlag Jack Grealish á tímabilinu og segir að leikmaðurinn muni ekki fá fast byrjunarliðssæti fyrr en hann spilar nógu vel til að verðskulda það.

Grealish er 28 ára gamall og var 41 sinni í byrjunarliði Manchester City á síðustu leiktíð, er félagið vann eftirsótta þrennu.

Til samanburðar hefur hann verið 19 sinnum í byrjunarliði Man City á yfirstandandi leiktíð, þar af aðeins 7 sinnum í ensku úrvalsdeildinni eftir 26 umferðir þar. Fjórir af þessum nítján byrjunarliðsleikjum voru leikir um Góðgerðarskjöldinn, ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.

„Hann er sami leikmaður og í fyrra, hann er með sama þjálfara og í sama liði. Leikstíllinn okkar hefur ekki breyst. Eina sem hefur breyst er frammistaðan hjá leikmanninum," sagði Guardiola við fréttamenn fyrr í kvöld, fyrir leik liðsins gegn Luton í enska bikarnum sem fer fram annað kvöld.

„Við þurfum á Jack að halda, hann hefur ákveðinn eiginleika sem getur bætt liðið til muna, en þetta veltur allt á honum. Vonandi getur hann átt góðan lokakafla á þessari leiktíð."

En ætlar Guardiola að gefa Grealish séns í byrjunarliðinu svo hann geti fundið réttan takt?

„Ég get ekki gefið leikmönnum nokkra leiki í röð til að finna taktinn. Þeir þurfa alltaf að finna taktinn, hvort sem þeir spila í 20 mínútur eða í 90 mínútur. Í þessum gæðaflokki þá getur maður ekki gefið leikmanni þrjá eða fjóra leiki til að finna taktinn. Hvað með hina 10 leikmennina sem eru á bekknum, eiga þeir ekki skilið að spila?

„Leikmenn þurfa ekki að sannfæra mig til að komast í byrjunarliðið, þeir þurfa að sannfæra sjálfa sig um að þeir eigi skilið að vera þar.

„Á hverjum degi á æfingu tek ég eftir hinum ýmsu smáatriðum sem hjálpa mér við að taka ákveðnar ákvarðanir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner