Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
   fös 26. mars 2021 11:44
Hafliði Breiðfjörð
Albert: Veit innst inni að ég er bestur á vellinum
Icelandair
Albert með boltann í leiknum í gær.
Albert með boltann í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur á móti einu besta landsliði í heimi," sagði Albert Guðmundsson við Fótbolta.net í dag eftir 3-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM í gær.

Albert kom inn á sem varamaður á vinstri kantinn undir lok fyrri hálfleiks fyrir Rúnar Már Sigurjónsson sem meiddist.

„Það er alltaf heiður að spila með landsliðinu og mig langar alltaf að gera það. Þetta var erfitt. Skilaboðin sem ég fékk áður en ég kom inn á var að reyna að hrista aðeins upp í þessu og lífga upp á sóknarleikinn. Þetta gekk allt í lagi en Þýskaland eru kannski einu númeri of stóri fyrir okkur."

Var Albert svekktur að vera ekki í byrjunarliðinu? „Já auðvitað vil ég byrja en ef Arnar (Þór Viðarsson) heldur að besta hlutverkið fyrir mig sé að vera á bekknum, þá tek ég því alveg. Ég veit innst inni að ég er bestur á vellinum," sagði Albert brosandi.

„Ég undirbý mig þannig að ég sé að fara að byrja alla leiki og held því áfram. Síðan er það undir Arnari og Eið hvert hlutverk mitt mun vera. Ég vil vera partur af hópnum og ég vil að við vinnum. Vonandi vinnum við með mig á vellinum en ef við vinnum með mig á bekkum þá er það gott því við viljum allir fara á HM."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir