Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 26. mars 2021 11:44
Hafliði Breiðfjörð
Albert: Veit innst inni að ég er bestur á vellinum
Icelandair
Albert með boltann í leiknum í gær.
Albert með boltann í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur á móti einu besta landsliði í heimi," sagði Albert Guðmundsson við Fótbolta.net í dag eftir 3-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM í gær.

Albert kom inn á sem varamaður á vinstri kantinn undir lok fyrri hálfleiks fyrir Rúnar Már Sigurjónsson sem meiddist.

„Það er alltaf heiður að spila með landsliðinu og mig langar alltaf að gera það. Þetta var erfitt. Skilaboðin sem ég fékk áður en ég kom inn á var að reyna að hrista aðeins upp í þessu og lífga upp á sóknarleikinn. Þetta gekk allt í lagi en Þýskaland eru kannski einu númeri of stóri fyrir okkur."

Var Albert svekktur að vera ekki í byrjunarliðinu? „Já auðvitað vil ég byrja en ef Arnar (Þór Viðarsson) heldur að besta hlutverkið fyrir mig sé að vera á bekknum, þá tek ég því alveg. Ég veit innst inni að ég er bestur á vellinum," sagði Albert brosandi.

„Ég undirbý mig þannig að ég sé að fara að byrja alla leiki og held því áfram. Síðan er það undir Arnari og Eið hvert hlutverk mitt mun vera. Ég vil vera partur af hópnum og ég vil að við vinnum. Vonandi vinnum við með mig á vellinum en ef við vinnum með mig á bekkum þá er það gott því við viljum allir fara á HM."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner