Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. mars 2023 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Antonio Conte hættur með Tottenham (Staðfest)
Antonio Conte er farinn frá Tottenham.
Antonio Conte er farinn frá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte er hættur sem stjóri Tottenham Hotspur á Englandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Ítalski þjálfarinn tók við Tottenham fyrir tveimur árum eftir að Nuno Espirito Santo var látinn fara frá félaginu.

Conte gagnrýndi allt og alla hjá Tottenham eftir 3-3 jafntefli liðsins við Southampton á dögunum og virðist það hafa verið síðasta kornið sem fyllti mælinn eftir annars mikil vonbrigði á tímabilinu.

Tottenham sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem félagið staðfesti að það væri nú búið að skilja leiðir við Conte eftir sextán mánuði í starfi en Cristian Stellini mun stýra liðinu út þetta tímabil með Ryan Mason sér til aðstoðar.

Félagið og Conte komust að samkomulagi um að rifta samningnum sem átti að renna út í sumar.

„Við eigum tíu leiki eftir í úrvalsdeildinni og erum í baráttu um að komast í Meistaradeildina. Það þurfa allir að þjappa sér saman og stíga upp til að tryggja félaginu og frábæru og tryggu stuðningsmönnum þess að það verði eins ofarlega og mögulegt er á töflunni,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham í yfirlýsingunni.

Tottenham, sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er úr leik í öllum bikarkeppnum og datt þá úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Milan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner