Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 26. mars 2023 19:23
Elvar Geir Magnússon
Hákon Arnar: Hefðum auðveldlega getað unnið 10-0
Icelandair
Hákon Arnar átti góðan dag á skrifstofunni
Hákon Arnar átti góðan dag á skrifstofunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld er Ísland valtaði yfir Liechtenstein, 7-0, í Vaduz.

Skagamaðurinn hefur verið frábær með FCK á þessu tímabili og komið virkilega sterkur inn í landsliðið en fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en í leiknum í kvöld.

Hann skoraði með góðri afgreiðslu eftir fyrirgjöf Arons Einars Gunnarssonar, en Hákon hefði auðveldlega getað skorað þrennu í þessum leik.

Eitt mark var dæmt af honum í fyrri hálfleik og þá kom hann sér í nokkur ákjósanleg færi, en hann sættir sig að taka eitt mark með sér úr þessu verkefni.

„Jú, þetta er í annað skiptið á árinu sem maður vinnur 7-0 og geggjuð tilfnning. Það er helvíti sterkt og mikilvægt hjá okkur að stoppa ekki þegar við komumst í 1-0 og keyra áfram og taka mark, mark og mark og klára þetta 7-0. Algjör klassi.“ sagði Hákon við Fótbolta.net

„Það er geggjað að vera kominn með fyrsta markið og þau hefðu auðveldlega getað verið þrjú en það kemur seinna. Fínt að klára fyrsta markið.“

„Það segir hvað við vorum einbeittir í dag og hvað við vorum með mikinn fókus á verkefninu. Við vinnum 7-0 og hefðum auðveldlega getað unnið 10-0. Gott 'sign' að við vorum svona fókuseraðir í dag.“

„Þetta var ekki nógu gott í Bosníu og klára þetta verkefni með 7-0 sigri og taka þetta inn í næsta verkefni. Það er fullkomið.“


Ísland á stóran glugga í sumar en þá mætir liðið Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.

„Það eru tveir heimaleikir og við þurfum að vinna Portúgal og Slóvakíu. Þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir og þurfum að vera klárir í sumar og eigum að vera sterkir á heimavelli. Við fögnum þessu í kvöld og hafa gaman í 24 tíma og svo fókusera á Nordsjælland næstu helgi, við erum einu stigi á eftir og þetta er náttúrulega toppslagur,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner