Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. maí 2019 13:01
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Hörður og Arnór skoruðu í stórsigri
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon léku allan leikinn og komust báðir á blað er CSKA Moskva rúllaði yfir FK Krylya Sovetov Samara í rússneska boltanum í dag.

Fedor Chalov gerði eina mark fyrri hálfleiksins og tvöfaldaði Hörður Björgvin forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Hörður fékk þá lága fyrirgjöf og gerði vel að koma sér framfyrir varnarmann andstæðinganna til að skora af stuttu færi. Arnór átti stoðsendinguna eftir laglega sókn og er hægt að sjá myndband af markinu hér fyrir neðan.

Arnór Sigurðsson gerði fjórða mark leiksins í 6-0 sigri og er þetta hans fjórða mark í síðustu átta deildarleikjum. Arnór lagði boltann í netið með laglegu skoti við vítateigslínuna. Sigurinn þýðir að CSKA lýkur keppni í fjórða sæti og fær því þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust.

Þá var Ragnar Sigurðsson í liði FK Rostov sem tapaði 1-0 á útivelli og lýkur keppni í 9. sæti deildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður.

Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður er Krasnodar lagði Rubin Kazan að velli. Liðið endar í 3. sæti, með jafn mörg stig og Lokomotiv Moskva sem er í 2. sæti.

Krasnodar er með talsvert betri markatölu en Lokomotiv vinnur innbyrðisviðureignirnar á útivallarmarki.

Stöðutaflan er hér fyrir neðan. Það getur tekið tíma fyrir hana að uppfæra sig.





CSKA Moskva 6 - 0 FK Krylya Sovetov Samara
1-0 Fedor Chalov ('4)
2-0 Hörður Björgvin Magnússon ('48)
3-0 Jaka Bijol ('52)
4-0 Arnór Sigurðsson ('56)
5-0 Fedor Chalov ('73)
6-0 Ivan Oblyakov ('80)

Krasnodar 1 - 0 Rubin Kazan
1-0 Victor Claesson ('59)

Akhmat Grozny 1 - 0 FK Rostov
1-0 A. Mbengue ('38)
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 24 15 5 4 44 20 +24 50
2 FK Krasnodar 24 13 7 4 38 23 +15 46
3 Dinamo 24 11 8 5 40 32 +8 41
4 Lokomotiv 24 9 11 4 39 32 +7 38
5 Spartak 24 11 5 8 34 29 +5 38
6 CSKA 24 9 10 5 44 33 +11 37
7 Kr. Sovetov 24 10 6 8 42 35 +7 36
8 Rostov 24 9 7 8 36 38 -2 34
9 Rubin 24 9 6 9 21 30 -9 33
10 Nizhnyi Novgorod 24 8 4 12 22 30 -8 28
11 Orenburg 24 6 8 10 27 31 -4 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 24 6 6 12 24 38 -14 24
14 Baltica 24 6 5 13 23 28 -5 23
15 Akhmat Groznyi 24 6 5 13 23 37 -14 23
16 Sochi 24 4 7 13 26 39 -13 19
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner